Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru tvær af fimm íslenskum keppendum á heimsleikunum í CrossFit sem eru nú í gangi í Bandaríkjunum. Lengsta grein í sögu leikanna fór fram í gær en þá þurftu keppendur að róa heilt maraþon.
Annie og Katrín kláruðu róðurinn hliði við hlið. Þær náðu báðar góðum árangri í róðrinum en Annie lenti í þriðja sæti og Katrín því fimmta.
„Ég reyndi að tala við hana en hún svaraði ekki,” sagði Annie Mist í viðtali við styrktaraðila leikanna. „Ég sagði að við værum að standa okkur vel og bað hana að segja mér að við værum að standa okkur vel líka.”
„Sagðiru það? Ég heyrði ekki í þér,” svaraði Katrín sem sagði að það hefði verið best að hafa Annie við hliðina á sér og það hafi róað hana niður.
Annie deildi viðtalinu á Instagram síðu sinni og skrifaði: „Hvernig á að komast í gegnum Maraþon róður 101 – Koma með nóg af nasli og umkringja þig vinum #sárrassímargadaga.”
Annie Mist Þórisdóttir er í þriðja sæti heildarkeppninnar eftir fyrsta keppnisdag en Katrín Tanja er í því sjötta. Keppendur fá hvíld í dag en á föstudag verður keppt í þremur greinum. Mótinu lýkur svo á sunnudag.