Annie Mist Þórisdóttir varð hlutskörpust í nótt þegar æfingarnar í fimmta hluta Crossfit Open voru kynntar í beinni útsendingu frá CrossFit Reykjavík. Mótherjar hennar voru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir. Annie lét sér ekki nægja að sigra heldur setti hún heimsmet í greininni.
Sjá einnig: Íslensku crossfit-drottningarnar takast á í beinni útsendingu frá CrossFit Reykjavík
Æfingin einkenndist af upphífingum og lyftingum þar sem keppendur þurftu að ná sem flestum endurtekningum á sjö mínútum. Annie náði 178 endurtekningum, Katrínu Tanja, náði 176. Sara var ekki langt undan og gat með 171 endurtekningu.
Crossfit Open er undankeppni heimsleikanna í Crossfit og er, eins og nafnið gefur til kynna, öllum iðkendum opin. Fyrirkomulagið er þannig að allir þátttakendur fá í fimm vikur, eina æfingu á viku sem þeir eiga að framkvæma. Þetta gildir um alla, sama hvar í heiminum þeir eru. Fimmta og síðasta æfingin var kynnt í Crossfit Reykjavík í gærkvöldi rétt áður sen stelpurnar öttu kappi.
Sjáðu útsendingu gærkvöldsins hér að neðan
https://www.facebook.com/CrossFitGames/videos/1928673953841120/