Auglýsing

Antoni úr Queer Eye bregður sér í gervi Bateman

Í tilefni Hrekkjavökunnar deildi streymisveitan Netflix stuttmyndaseríunni “Don’t Watch This” en hrollvekjandi serían er samstarf Netflix og framleiðslufyrirtækisins Crypt TV.

“Don’t Watch This” byggist upp af fimm sjálfstæðum stuttmyndum sem eiga að vekja hroll og óhug áhorfenda svona í tilefni dagsins. Skemmst er frá því að segja að framleiðendur stuttmyndanna, Crypt TV eru einnig framleiðendur vinsællar endurútgáfu Queer Eye, sem hefur slegið í gegn á streymisveitunni. Fyrir þá sem ekki þekkja fara þar fimm samkynhneigðir menn heimila á milli og hjálpa fólki að bæta líf sitt, öðlast sjálfstraust og efla líf sitt á jákvæðan þátt. Boðskapur þeirra fimm fræknu gætu því ekki verið fjær í lagi hrollvekjandi blóðsúthellingum í anda Hrekkjavökunnar.

Það kom því mörgum áhorfendum í opna skjöldu að fimmta og síðasta stuttmynd seríunnar sýnir matgæðing fimmmenninganna fræknu í óhugnanlegu hlutverki einnar ógeðfelldustu persónu kvikmyndasögunnar. Það verður að segjast að sláandi líkindi eru milli Antoni Porovski og morðingjans Patrick Bateman en stiklu úr stuttmyndinni má sjá hér að neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing