Auglýsing

Apple annar ekki eftirspurn eftir iPhone 7 Plus, vinsælli en fyrirtækið gerði ráð fyrir

iPhone 7 Plus, annar af tveimur nýjum símum sem Apple kynnti til sögunnar í haust, er víða uppseldur.

Þetta kemur fram í frétt Fortune.

Erfitt gæti reynst að anna eftirspurninni á næstunni þar sem fyrirtækið virðist hafa vanmetið vinsældir símans. Talið er líklegt að ekki náist að framleiða nógu mörg tæki fyrir fyrir jól og sitja því einhverjir eftir með sárt ennið í jólainnkaupunum.

Síminn er stærri og vatnsheldari en áður. Hann er með betri myndavél og gamla, góða jack-tengið er horfið. Þá er síminn líka með tvær linsur; víðlinsu og aðdráttarlinsu.

Á heimasíðu Epli á Íslandi kemur fram að allar gerðir nema ein af iPhone 7 Plus séu uppseldar hjá versluninni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing