Auglýsing

Apple staðfestir að fyrirtækið hægir viljandi á gömlum iPhone-símum

Notendur iPhone hafa tekið eftir því að síminn virðist verða hægari eftir kerfisuppfærslur. Hefur þetta gefið samsæriskenningum um að Apple sé vísvitandi að hægja á gömlum símum til að selja nýja byr undir báða vængi en fyrirtækið hefur látið vera að svara þessum ásökunum — þangað til nú.

Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um málið og í yfirlýsingu frá Apple staðfestir fyrirtækið að nýjar uppfærslur hægja á eldri símum en ástæðan er sú að rafhlöðurnar í eldri símum ráða hreinlega ekki við vinnsluna sem fylgir uppfærðu stýrikerfi.

Þetta staðfestir Apple í yfirlýsingu þar sem útskýrt er að eldri rafhlöður ráði hreinlega ekki við vinnsluna í uppfærðum kerfum sem veldur því að símarnir slökkva óvænt á sér. Apple hafi því ákveðið að hægja á örgjörvunum í iPhone 7, iPhone 6, iPhone 6S og iPhone SE þegar þeir eru uppfærðir, sem útrýmir vandamálinu en fólk stendur uppi með hægari síma. Í stað þess að kaupa nýjan síma nægir því að skipta um rafhlöðu.

Í umfjöllun The Verge um málið kemur fram að útskýringar Apple meiki sens en fyrirtækið er þó gagnrýnt fyrir að láta notendur ekki vita af þessu, enda hefði það verið afar auðvelt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing