Auglýsing

Ari Freyr birtir krúttlega kveðju sem hann fékk frá fjölskyldu sinni fyrir HM

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, fékk krúttlega kveðju frá fjölskyldu sinni áður en hann hélt til Rússlands til þess að taka þátt í HM. Horfðu á kveðjuna hér fyrir neðan.

Strákarnir okkar héldu til Rússlands fyrir fjórum dögum og munu eyða allt að mánuði þar í landi á meðan HM fer fram. Þeir verða því í talsverðan tíma frá fjölskyldum sínum.

Ari birti myndband á Instagram síðu sinni með kveðju frá fjölskyldu sinni. Þar les sonur hans upp hjartnæm skilaboð.

„Elsku pabbi, gangi þér vel í Rússlandi. Við söknum þín og stöndum með þér alveg 150 prósent.“

Ari býr í Belgíu þar sem að hann spilar með fótboltaliðinu Lokeren. Hann býr þar með Ernu Kristínu Ottósdóttur, einkaþjálfara og sálfræðinema og þremur börnum þeirra.

Horfðu á kveðjuna hér fyrir neðan

View this post on Instagram

Next stop ??❗️#fyririsland #family

A post shared by Ari Skúlason (@ariskulason) on

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing