Ari Ólafsson var ánægður með eigin frammistöðu í Eurovision í gærkvöldi þrátt fyrir að komast ekki upp úr fyrri undanúrslitum. Ari sagði í viðtali við fréttastofu Rúv eftir keppnina að þátttakan væri aðeins byrjunina á einhverju stærra á hans ferli.
Sjá einnig: Twitter var á yfirsnúningi þegar Eurovision hófst í Portúgal: „Starfrækir Áttan söngskóla í Makedóníu?“
Ari gat leyft sér að brosa eftir keppnina. „Mér líður ótrúlega vel, ég er ógeðslega glaður að hafa fengið að taka þátt í þessari keppni. Þetta er bara byrjunin á einhverju stóru,“ sagði hann í samtali við Rúv.
Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland kemst ekki áfram í úrslitakeppni Eurovision. Ari Ólafsson þótti standa sig vel og var klökkur að loknum flutningi lagsins „Our Choice“.