Hjartaknúsarinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon í Portúgal til að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision. Fyrsta æfing íslenska hópsins var í höllinni í morgun og í kjölfarið var haldinn blaðamannafundur. Þar tók Ari lagið og sló að sjálfsögðu í gegn.
Þau Ari og Þórunn Erna Clausen, höfundur lagsins, tóku meðal annars lagið My Number One á fundinum en það lag vann keppnina árið 2005 í flutningi Helenu Paparizou.
Ísland verður annað á svið í fyrra undanúrslitakvöldinu í Lissabon þann 8. maí. Framlag Aserbaísjan verður fyrst á þriðjudagskvöldinu, næstur verður svo Ari Ólafsson með lagið Our Choice. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 10. maí en þar eru það Norðmenn sem stíga fyrstir á svið.
Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva birti þetta myndband
Ari heillar blaðamennina upp úr skónum ?
Posted by FÁSES – OGAE Iceland on Sunnudagur, 29. apríl 2018