Auglýsing

Ari Ólafs hitti Will Ferrell í Portúgal: „Er alveg í skýjunum — hitti idolið mitt!“

Ari Ólafsson, sem flytur framlag Íslands í Eurovision í næstu viku, hitti bandaríska grínistann Will Ferrell í Altice-höllinni í Lissabon nú í kvöld. Óvíst er hvað leikarinn er að gera á keppninni en sjálfur hefur hann lítið gefið upp.

Ari spjallaði við Will Ferrell, sem er einn vinsælasti grínleikari samtímans. „Er alveg í skýjunum — hitti idolið mitt!“ sagði Ari þegar Nútíminn hafði samband í gegnum fylgdarliðið á keppninni.

Óvíst er hvað Will Ferrell er að gera í Lissabon en ýmsar sögur eru á kreiki. Eftir því sem Nútíminn kemst næst er handritshöfundur með honum í för en Will hefur sjálfur sagt fólki að hann sé mikill aðdáandi keppninnar — hvort sem það er rétt eða ekki.

Þá er talað um að hann sé á keppninni á vegum afþreyingarrisans Netflix en það hefur ekki verið staðfest. Enn aðrir tala um að eiginkona Will Ferrell, hin sænska Viveca Paulin, starfi fyrir heimaland sitt í keppninni og að hann hafi fylgst með keppninni í 20 ár.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing