Auglýsing

Ariana Grande kemur ekki fram á Grammy-verðlaunahátíðinni

Söngkonan Ariana Grande hefur ákveðið að koma ekki fram á Grammy tónlistarverðlaunahátíðinni eftir rifrildi við framleiðendur hátíðarinnar. Söngkonan er tilnefnd í tveimur flokkum, bestu poppplötu ársins fyrir plötuna Sweetener og í flokki besta popplagsins með smellinn God Is a Woman.

View this post on Instagram

rehearsal kiids

A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on

Grande hefur verið auglýst um alla Los Angeles í tenglsum við verðlaunahátíðina og birti síðast mynd af sér á æfingum fyrir hátíðina á laugardaginn en nú lítur ekki aðeins út fyrir að hún muni ekki koma fram á hátíðinni þann 10.febrúar en orðrómar eru um það að söngkonan ætli ekki sér ekki einu sinni að mæta á rauða dregilinn eða taka við verðlaunum, muni hún vinna þau.

Það er vefritið Hits sem greinir frá þessum meintu rifrildum Grande við framleiðendur hátíðarinnar, en segir þar að söngkonan neiti að koma fram nema hún fái sjálf að velja lögin sem hún syngur. Nýjasta lag söngkonunnar, 7 Rings, fellur að sögn Hits ekki í kramið hjá framleiðendunum sem vildu sjálfir fá að velja lögin í atriði Grande. Að sögn Variety, vildu framleiðendurnir að Grande tæki syrpu laga að þeirra vali en Grande var þessu ósammála enda ótækt að hún fái ekki að syngja stærsta smellinn sinn til þessa á þessari stærstu hátíð tónlistar í Hollywood.

Lagið 7 Rings nýlega met á streymisveitunni Spotify þar sem það hlaut tæplega 15 milljón hlustanir á fyrstu 24 klukkustundunum eftir útgáfu þess. Þá hefur plata hennar Sweetener og smáskífan Thank U, Next einnig slegið fjölda meta í spilun.

View this post on Instagram

tonight ???

A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on

Fjölmiðlar vestanhafs og aðdáendur Grande hafa verið fljótir að rifja upp þegar söngkonan Lorde, sem var m.a. tilnefnd fyrir bestu plötu ársins á síðasta ári fyrir Melodrama, fékk ekki að koma fram á hátíðinni þrátt fyrir að allir karlkyns listamenn sem tilnefndir voru í sama flokki hafi fengið tækifæri til þess. Þykir þetta benda til karlrembu og ójafnréttis innan hátíðarinnar, sem Grande er að sögn fjölmiðla sjálf komin með nóg af. Grammy verðlaunahátíðin á langa sögu ósættis við kvenkynslistamenn sem þykja gjarnan hafa verið hlunnfarnar, bæði í tilnefningum, verðlaunaafhendingu og framkomu á hátíðinni.

Fulltrúar Grammy-verðlaunahátíðarinnar hafa enn ekki gefið út yfirlýsingu varðandi fráhvarf Grande þrátt fyrir þrýsting frá fjölmiðlum. Það er mikill missir fyrir hátíðina að Grande neiti að koma fram, þar sem söngkonan er ein vinsælasta poppstjarna síðustu ára og hefur nú þegar verið notuð í auglýsingaskini fyrir hátíðina. Ariana Grande farið mikinn í sviðsljósinu síðustu misseri, frá hryðjuverkaárásinni á tónleikum hennar í Manchester árið 2017, til stormasams sambands hennar við rapparann Mac Miller og trúlofunnar við grínistann Pete Davidson, sem þau slitu síðla síðasta árs eftir andlát Miller.

View this post on Instagram

cloud available at @ultabeauty ?

A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on

Það er ljóst að Ariana Grande mun skilja eftir sig stórt skarð á rauða dreglinum og á verðlaunahátíðinni sjálfri, standi hún við sniðgönguna.

Orðrómar eru um að Lady Gaga, sem hefur einnig átt stórgott ár með leiksigri sínum í A Star is Born og giftusamlegri stórsýningu í Las Vegas, muni taka við af Grande en það hefur ekki fengist staðfest.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing