Tónlistarmaðurinn Arnar Freyr Frostason, eða Arnar Úlfur, úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur gaf út plötu á miðnætti. Platan ber heitið Hasarlífsstíll og inniheldur átta lög.
Arnar fær góða gesti til liðs við sig en tónlistarfólk á borð við Sölku Sól, Sin Fang og Kött Grá Pjé tekur þátt í lögum á plötunni. Salka Sól, kærasta Arnars, rappar með honum í laginu Falafel.
Er með vers á nýju plötunni hans @arnarfreir og var búin að hlusta non stop á Cardi B og það er kannski hugsanlega pínu smá inspererað af henni ?
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 25, 2018
var að fá fyrstu solo plötuna mína úr master. mjög gaman nema hvað ég gleymdi að ríma salka sól við tindastól og það er að gera út af við mig
— arnar (@arnarfreir) July 22, 2018
Hasarlífsstíll er fyrsta sóló plata Arnars en hann hefur áður gefið út plötur með hljómsveitunum Úlfur Úlfur og Bróðir Svartúlfs.