Árni Torfason, Íslendingur búsettur í Svíþjóð, ákvað að ganga lengra en að borða upprúllaða pítsu. Hann útbjó pylsu með steiktum lauk og nokkrum sósum og rúllaði kebab-pítsu utan um hana.
Árni deildi ferlinu að sjálfsögðu á Snapchat og hefur nú birt myndband með snöppunum á YouTube.
Hann fékk hugmyndina á Twitter
fuck to norsk menning. sá einu sinni norðmann vefja pulsu í brauði í tortillu og maula. finnst ykkur þetta í lagi?
— Berglind Festival (@ergblind) October 20, 2016
Sjá einnig: Myndband: Getur skrifstofumaður rúllað upp stórri pítsu og klárað hana alla sjálfur?
Í myndbandinu kemur aftur á móti ekki fram hvort Árni hafi lokið við máltíðina, líkt og Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, gerði þegar hann rúllaði upp 16” pítsu frá Dominos.