Arnór Dan Arnarson sem er þekktastur sem söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, sendir í dag frá sér sitt fyrsta sóló lag. Lagið heitir Stone by Stone.
Texti lagsins leggur áherslu á það tóm sem getur myndast á stafrænum nútímanum. Þrátt fyrir að fólk þrái nánd og tengsl við hvort annað þá einkennist nútíminn af óumflýjanlegri fjarlægð. Stone by Stone samdi Arnór ásamt Janus Rasmussen úr Kiasmos og Sakaris Emil Joensen.
Arnór var valinn karlkyns söngvari ársins á íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2016 eftir söng sinn á plötunni Destrier sem Agent Fresco gaf út.