Auglýsing

Aron Can sendir frá sér plötu sem inniheldur 15 „hittara“

Á miðnætti mun rapparinn Aron Can senda frá sér plötuna Trúpíter. Platan er sú þriðja í röðinni hjá þessum vinsæla tónlistarmanni en fyrir hefur hann gefið út mixteipið Þekkir stráginn og Ínótt.

Aron hefur unnið að gerð plötunnar í heilt ár og segir í samtali við Fréttablaðið að nýja platan innihaldi 15 lög sem að hans sögn eru allt „hittarar.“ Platan er unnin í samstarfi við Jón Bjarna og Aron Rafn en umslagið á plötunni er teikning eftir listakonuna Örnu Beth.

Það er mikið um að vera hjá Aroni þessi dagana í byrjun árs gerði hann samning við útgáfurisann Sony. „Sumarið verður rosalegt – það er bara að spila, halda áfram að gera tónlist í stúdíóinu og vonandi bara gefa út plötu strax. Eina vandamálið okkar er að þegar við gefum út plötur erum við bara hálfnaðir með næstu,“ segir Aron í samtali við Fréttablaðið.

Hér má sjá umslag plötunnar

View this post on Instagram

Fös ?

A post shared by Aron Can (@aroncang) on

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing