Innipúkinn verður haldinn í 17. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina. Í dag var lokadagskrá hátíðarinnar kynnt en meðal þeirra sem bættust við hóp listamanna á hátíðinni eru tónlistarmennirnir Aron Can og Valdimar.
Aðaldagskrá tónlistarhátíðarinnar fer fram innandyra, eins og nafnið gefur til kynna. Að þessu sinni fer hátíðin fram á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, dagana 3. til 5. ágúst.
Ókeypis götuhátíðardagskrá verður opin öllum yfir hátíðardagana í nálægð við tónleikastaðina þar sem boðið verður upp á gamalreynda dagskrárliði á borð við pub quiz Innipúkans, árlega listamarkaði, plötusnúða og veitingasölu.
Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að dagskrá hátíðarinnar hafi aldrei verið jafn vegleg og fjölbreytt og í ár. Miðasala á hátíðina fer fram á Tix.is
-
Aron Can
-
Ateria
-
Auður
- Bagdag Brothers
- Cell7
- ClubDub
- Contrast
- DJ Dominatricks
- Sísí Ey
- Teitur Magnússon
- Valdimar
- Bjartar sveiflur
- Bríet
- GDRN
- Geisha Cartel
- GRL PWR
- Hatari
- JóiPé x Króli
- Logi Pedro
- Mugison
- Prins Póló
- Rari Boys
- Svala
- Sykur
- Une Misère
- Yung Nigo Drippin