Auglýsing

Aron Einar fær sér örlítið tattú sem sæmir landsliðsfyrirliða: „Er búinn að vinna í þessu síðasta árið“

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er vel skreyttur eins og Nútíminn hefur áður fjallað um. Í dag birti hann mynd af nýju risavöxnu flúri sem er búið að vera í vinnslu síðasta árið. Um risavaxið skjaldarmerki Íslands er að ræða og þekur það allt bakið á Aroni.

Aron Einar birti mynd af flúrinu á Instagram

„Er búinn að vinna í þessu síðasta árið eða svo með Gunnari Valdimarssyni og er búinn að hlakka til að sýna ykkur útkomuna,“ sagði Aron á Instagram.

Gunnar er einn fremsti „portrait“-húðflúrari heims. Hann hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir flúr sín og er með hátt í 50 þúsund like á Facebook-síðu sinni, þar sem hann birtir verk sín. Hann heimsótti Aron í Cardiff sérstaklega til að flúra hann.

Aron stendur í ströngu þessa dagana en Ísland mætir Finnlandi í undankeppni HM á laugardaginn. Ísland mætir svo Úkraínu á þriðjudaginn í næstu viku.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing