Auglýsing

Aron Einar fór meiddur af velli og HM hugsanlega í hættu

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands í knattspyrnu, fór meiddur af velli í upphafi leiks Cardiff og Hull í ensku Championship-deildinni í dag. Fyrstu fregnir herma að meiðslin séu alvarleg en það hefur ekki verið staðfest. Aron fór í aðgerð á ökkla í desember er og ný byrjaður að leika aftur.

Að svo stöddu er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru en stuðningsmenn sem voru staddir á leiknum og hafa tjáð sig um málið á Twitter óttast að hann missi af HM í Rússlandi. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Argentínu í Moskvu þann 16. júní.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing