Auglýsing

Aron Einar klæddi sig upp sem Bane í jólateiti Cardiff

Landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, hefur átt gott tímabil með liði sínu Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Leikmenn liðsins klæddu sig upp í búninga í dag í árlegu jólapartíi og búningur Arons er einkar glæsilegur.

Aron Einar klæddi sig upp sem skúrkurinn Bane úr Batman myndunum og má segja að hlutverkið fari honum einkar vel. Cardiff vann góðan sigur á Southampton í deildinni í gær og geta nú leyft sér að fagna í dag.

Leikmenn liðsins hafa verið duglegir að deila myndum af búningum sínum á Instagram í dag en Aron Einar deildi mynd af sér sem Bane í Instagram Stories í morgun. Liðsfélagar Arons hafa meðal annars klætt sig upp sem Captain America, Löggur og sem persónur úr Sesame Street.

View this post on Instagram

Massive win today⚽️ have a good weekend folks?

A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing