Auglýsing

Aron Einar tekur þátt í jólabókaflóðinu: „Hrikalega spenntur“

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindi frá því á Twitter í morgun að hann hygðist gefa út bók. Bókin heitir Sagan mín og kemur í verslanir 20. nóvember.

Það er Einari Lövdahl Gunnlaugsson sem skráir sögu Arons en í bókinni segir Aron lesendum söguna af því hvernig hann fór frá því að taka sín fyrstu skref með Þór á Akureyri í það leiða lið Íslands á lokakeppnum EM og HM.

Ákvað að hnoða í eina bók um allt sem ég hef gengið í gegnum. Kemur út í kringum 20 nóvember og ég er hrikalega spenntur,“ skrifaði Aron með færslunni sem sjá má hér að neðan. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing