Auglýsing

Aron Einar um kvartanir Tyrkja: „Svipað þegar við lentum í Konya“

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, vildi lítið tjá sig um burstamálið svokallaða er hann og Erik Hamrén sátu fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins.

Sjá einnig: Tók viðtal við landsliðsmann Tyrkja með uppþvottabursta og allt varð brjálað

Tyrkir voru allt annað en sáttir við móttökurnar sem þeir fengu á Keflavíkurflugvelli í gær. Samkvæmt leikmönnum liðsins tók það rúma þrjá klukkutíma að komast í gegnum flugvöllinn í gærkvöldi vegna vegabréfaeftirlits og öryggisleitar.

Sam­kvæmt mbl var öryggisleitin vegna þess að Tyrk­irn­ir flugu frá Konya, „óvottuðum“ flug­velli í heimalandi sínu. Aron bendir á að íslenska liðið hafi þurft að gera slíkt hið sama þegar það lenti í Konya fyrir leik í undankeppni EM 2016.

„Ég man þegar við lent­um í Konya, það var svipað. Við vor­um lengi í gegn­um ör­ygg­is­hliðið. Ég veit hins veg­ar lítið um þetta bursta­mál og ég hef voða lítið um það að segja,“ sagði Aron.

Sjá einnig: Tyrkir hafa kvartað formlega við íslensk stjórnvöld vegna móttökunnar sem landsliðið fékk

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing