Söngvarinn Aron Hannes fær að flytja lagið sitt aftur í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld, vegna tæknilegra mistaka í atriði hans. Björg Magnúsdóttir tilkynnti þetta í útsendingunni rétt í þessu.
Aron flytur lagið sitt þegar allir hinir söngvararnir hafa lokið sér af. Aron steig fyrstur á svið í kvöld og ekkert heyrðist í bakröddunum sem voru með honum á sviðinu.
Á Twitter varð allt vitlaust þegar Aron flutti lagið en það heyrðist strax að ekki var allt með felldu.
Í alvöru, hvað er að frétta af hljóðmálum hjá RÚV! Hvernig getur þetta ítrekað gerst? #12stig
— Sigrún Ásta (@sigrunastae) February 17, 2018
Ég spyr aftur: hvar er hljóðmaðurinn? Hvar Flex? #12stig
— Ingibjorg Thordar (@IngibjorgThorda) February 17, 2018
Tæknimenn Rúv að skíta með hljóðið #12stig
— Kolbrún Klara Gísladóttir (@kolbrunklara) February 17, 2018
Þegar Ísland vinnur júróvísjón, sér RÚV ekki örugglega um hljóðið? #jesús #12stig
— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) February 17, 2018
Á ekki að heyrast eitthvað í bakröddunum í Golddigger? #12stig
— Ólöf Snæhólm (@OlofSnaeholm) February 17, 2018