Snapparinn Aron Már Ólafsson, best þekktur sem Aronmola, hefur ákveðið að taka sér hlé frá Snapchat. Aron er vinsælasti Íslendingurinn á Snapchat í dag en um 35 þúsund manns fylgjast með honum þar.
Aron tilkynnti þetta á Snapchat í gær en í samtali við Nútímann segist hann vilja einbeita sér að öðrum hlutum. „Og leyfa öðrum að fá sviðsljósið á meðan,“ segir hann.
Aðspurður segist Aron ætla að einbeita sér að stúdóinu sínu, skólanum og samfélagsverkefinu Allir gráta sem miðar að því að bæta líðan Íslendinga og þá sérstaklega ungra karlmanna með því að hvetja almenning til að vera óhræddur við að tja tilfinningar sínar.
„Og sjálfum mér bara yfir höfuð,“ bætir Aron við. Hann játar að mikill tími fari í framleiða efni fyrir Snapchat en segir að það hafi verið komið upp í mikinn vana.
Mig langar að ögra sjálfum mér á öðrum sviðum. Setja mér ný markmið.
Inni í hópnum Beautytips á Facebook var á dögunum kannað hver væri besti Snappari landsins en þar var Aron hlutskarpastur. „Er ekki alltaf sagt að maður eigi að hætta á toppnum?“ spyr hann í léttum dúr að lokum.