Auglýsing

Ásdís Rán hefur ekki undan að svara fyrirspurnum um EM: „Það er allt klikkað“

Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán hefur ekki undan að svara fyrirspurnum um EM í fótbolta frá búlgörskum fjölmiðlum. Ásdís bjó í Búlgaríu og stórkostlegur árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið athygli þar eins og annars staðar.

Ásdís segir í samtali við Nútímann að lætin hafi byrjað fyrir alvöru eftir leikinn gegn Austurríki. „Það er allt klikkað. Þetta eru aðallega Búlgararnir. Þeir halda allir með Íslandi,“ segir hún og bætir við að ef hún væri stödd í Búlgaríu væri hún í vinnu allan sólarhringinn við að ræða við þarlenda fjölmiðla um EM og íslenska landsliðið.

Ásdís segir að ein sjónvarpskonan sé yfir sig hrifin af markverðinum Hannesi Þór Halldórssyni. Bað hún sérstaklega um að Ásdís kæmi á framfæri til hans að hún væri á lausu.

Á meðal þess sem fjölmiðlafólkið vill vita er hvar Ásdís fylgist með leikjum landsliðsins og hvort hún telji strákana eiga möguleika gegn gestgjöfunum á sunnudaginn. Þá er að sjálfsögðu spurt um Gumma Ben og magnaðar lýsingar hans.

Þá bendir Ásdís á að einn fjölmiðlamaður hafi spurt hvað hún vissi um íslensku leikmennina og bent á að Birkir Bjarnason hjálpaði til á bóndabæ föður síns á sumrin. Ljóst er að fjölmiðlamaðurinn hefur látið glepjast af tísti rithöfundarins Dags Hjartarsonar, sem grínaði eftirminnilega í heiminum á meðan leikur Íslands og Englands stóð yfir.

Ásdís er á leiðinni til Búlgaríu á þriðjudaginn og það er ljóst að það verður nóg að gera hjá henni. „Það verður brjálað að gera hjá mér ef þeir vinna næsta leik líka,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing