Auglýsing

Ásdís Rán opnar sig um týndu vinkonuna: „Hún hafi verið skorin í bita og hent í sjóinn“

„Þetta er búið að vera núna margra ára rugl fyrir mig að díla við. Hún var með mér alla daga alltaf og líf okkar tengt á öllum hliðum,“ segir íslenska fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir í viðtali við Götustrákana á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

En um hvaða vinkonu er Ásdís Rán að tala? Hún heitir Ruja Ignatova og hvarf árið 2017 en sú sveik út tæpa þúsund milljarða á heimsvísu áður en hún hvarf sporlaust í október það ár. Ekkert hefur spurst til hennar síðan þá og hafa lögregluyfirvöld víðs vegar um heiminn reynt að hafa uppi á henni, líkt og vinkona hennar Ásdís Rán.

Búlgarskur fjölmiðill greindi frá því í byrjun árs 2022 að það hefðir heimildir fyrir því að vinkonu Ásdísar Ránar hefði verið myrt, skotin þrisvar, skorin í bita og hent í Jónahaf, þann hluta Miðjarðarhafsins sem liggur á milli Grikklands og Albaníu. Þá greinir umræddur miðill frá því að þetta hafi verið gert að ósk Christophoros Amanatidis-Taki, alræmds fíkniefnabaróns í Búlgaríu.

Ásdís Rán var andlit OneCoin

Ruja Ignatova fór af stað með heina meintu rafmynd OneCoin sem var kynnt til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin, vinsælustu rafmyntar í heimi. Fyrirtækið átti höfuðstöðvar í Búlgaríu og voru fjárfestar laðaðir að verkefninu með loforðum um gríðarlegan hagnað þegar rafmyntin færi á almennan markað. Samkvæmt bandarískum dómskjölum var svikamyllan sett upp sem nokkurs konar píramídasvindl. Fjárfestar sem keyptu sig inn í „verkefnið“ gátu þannig fengið meira fyrir peninginn, fleiri rafmyntir, ef þeir gátu selt öðrum hugmyndina. Bandaríska alríkislögreglan segir þó að aldrei hafi nein raunveruleg rafmynt legið að baki OneCoin. Fyrirtækið hafi verið rekið á lygum og blekkingum frá upphafi. Uppblásin loftbóla sem á endanum sprakk. Ásdís Rán var andlit fyrirtækisins.

„Hún var vinkona mín og viðskiptafélagi þannig að við gerðum allt saman. Þetta er bara hræðilegt. Þetta var 2017 – síðustu tvö ár hef ég aðeins verið að ná sönsum.“

Hin meinta rafmynt fékk ævintýralega góðar viðtökur úti um allan heim og það var ekki síst fyrir tilstilli eigandans, hinnar heillandi og sprenglærðu Ruja Ignatova, sem tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka tóku þátt og fjárfestu. Ruja flaug þannig heimshorna á milli og hélt glæsilegar veislur fyrir ríka og fræga fólkið á sama tíma og hún kynnti rafmyntina. Sú sem skipulagði flestar þessar veislur, var kynnir í þeim flestum, starfsmaður OneCoin og, eins og áður segir, andlit fyrirtækisins var Ásdís Rán. Íslenska athafnakonan segist þó ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017.

Vonar að það sé ekki satt

„Síðasta sem ég veit sem ég á erfitt með að segja – það er að hún hafi verið skorin í bita og hent í sjóinn á snekkju í Grikklandi. Þeir segjast vera búnir að finna sannanir fyrir því. Ég vill ekki ímynda mér að þetta sé satt – frekar vill ég ímynda mér að hún sé að liggja einhversstaðar með kokteil á einhverri afskekktri eyju og sé að fleygja upp peningum.“

Ef þú vilt hlusta á þetta opinskáa en jafnframt einlæga viðtal við Ásdísi Rán þá getur þú gert það með því að skunda inn á hlaðvarpsveitu Brotkast. Nútíminn birtir hér fyrir neðan stutt myndskeið úr viðtalinu þar sem Ásdís Rán ræðir um vinkonu sína.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing