Auglýsing

Áslaug Arna bjargaði mannslífi í gærkvöldi: „Enginn vissi hvað ætti að gera“

Uppi varð fótur og fit á veitingastaðnum Kastrup RVK í gærkvöldi þegar matur stóð í einum af gestum staðarins. Það var engin önnur en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fráfarandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem gekk beint til verks og beitti „Heimlich-aðferðinni“ og bjargaði lífi viðkomandi.

Frá þessu greinir Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins. Hann sagði að matur hefði staðið í konu og enginn hafi vitað hvað átti að gera.

„Matur stóð í einum af gestum okkar sem lippaðist niður og náði ekki andanum. Margir voru á staðnum og mikið fát myndaðist og enginn vissi hvað ætti að gera en Áslaug gekk beint til verks og beitti Heimlich aðferðinni og bjargaði lífi þessarar manneskju,“ skrifaði Jón Mýrdal í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína í nótt.

Þá voru sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru á staðinn sammála um að Áslaug hafi bjargað lífi konunnar.

„Húrra fyrir þér Áslaug og takk fyrir þetta! Þú ert frábær!“ skrifaði Jón.


Hvað er Heimlich-aðferðin?

Heimlich-aðferðin er neyðaraðgerð sem notuð er til að losa stíflu í öndunarvegi þegar einhver er að kafna. Hún virkar með því að þrýsta skyndilega á kvið viðkomandi, rétt fyrir ofan nafla, sem veldur því að loft þrýstist upp úr lungum og losar það sem hefur fest.

Hvernig framkvæmir maður Heimlich-aðferðina?

Athugaðu ástandið: Ef viðkomandi getur ekki talað, hóstað eða andað, þá þarftu að bregðast við.

Stattu fyrir aftan viðkomandi: Settu hendurnar utan um mittið.

Hnefi undir brjóstkassa: Kreistu aðra höndina í hnefa og settu hana rétt fyrir ofan nafla.

Þrýstu inn og upp: Taktu fastar og snöggar þrýstingar inn á við og upp á við, þar til hluturinn losnar.

Af hverju heitir hún Heimlich-aðferðin?

Aðferðin er nefnd eftir Henry Heimlich, lækni frá Bandaríkjunum, sem kynnti hana fyrst árið 1974. Hann vildi einfalda leiðir til að bjarga lífi í köfnunarhættu og aðferðin hefur síðan þá orðið ein algengasta neyðaraðferðin í heiminum.

Þessi aðferð hefur bjargað óteljandi mannslífum og er einföld en afar áhrifarík!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing