Frumvarp Svandísar Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, um þungunarrof var samþykkt á Alþingi í gær með 40 atkvæðum gegn átján. Sjálfstæðisflokkurinn var eini flokkurinn sem klofnaði í málinu en þrír af fjórum ráðherrum flokksins kusu með frumvarpinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var ein af þeim en hún útskýrði afstöðu sína á Twitter í gær.
Áslaug skrifaði að málið væri snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin verði áfram jafn löng en ákvörðunin verði aðeins konunnar.
„Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun,“ skrifar Áslaug.
Hún bendir á að 96 prósent þungunarrofa fari fram fyrir 12 viku, 3 prósent fyrir 16 viku og aðeins 1 prósent eftir þann tíma.
„Það sem er um deilt eru afar afar fá atvik. Það er mín sannfæring að upp að ákveðnu marki þar sem við metum að fóstur hafi sjálfstæðan rétt tel ég einu réttu leiðina vera að konan hafi þessa ákvörðun sjálf.“
Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun.
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019
En það er ekki síst sannfæring mín um frelsi einstaklingsins og sjálfsákvörðunarrétt sem ég fæ þessa skýru niðurstöðu um að styðja málið.
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019