Auglýsing

Ásmundur biður Rauða krosinn og starfsfólk hans afsökunar: „Ég er bara mannlegur“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á orðum sem hann lét falla í Fréttablaðinu í dag. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Ásmundar.

Ásmundur neitað í samtali við Fréttablaðið í dag að gefa upp hversu háar upphæðir hann fékk greiddar vegna aksturs í störfum sínum fyrir Alþingi. „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“ sagði hann.

Sjá einnig: Fimm góð málefni sem Ásmundur Friðriksson hefði getað vaðið í í staðinn fyrir Rauða krossinn

Í færslunni á Facebook-segir Ásmundur að síðustu tveir dagar hafa verið honum þungir í skauti. „Ég var afar illa fyrirkallaður í viðtali við Fréttablaðið í gær. Viðtal sem ég átti ekki að taka undir þeim kringumstæðum, argur og þreyttur,“ segir hann.

Það var ávísun á vonda útkomu og ég bið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á orðalagi sem aldrei átti að vera og stofnunin á ekki skilið. Fer ekki í frekari útskýringar á því eða umkenningaleik.

Eins og Nútíminn greindi frá í dag þá lét Ásmundur af embætti varastórsírs Oddfellowreglunnar í dag. Hann segist á Facebook hafa stigið þung skref en vonar jafnframt að það fenni fljótlega í þau spor og það birti að nýjum degi með nýjum tækifærum.

„Ég er bara mannlegur og breiskur maður sem geri mistök en get líka beðið afsökunar á þeim eins og ég geri nú. Ég vona að það birti á nýjum degi og hann lygni eftir storminn.“

Þungir dagar.Þessa fallegu mynd tók ég í dag við Vogsósa í Selvogi á leið heim Suðurstrandaveg eftir erfiðan…

Posted by Ásmundur Friðriksson on Miðvikudagur, 1. nóvember 2017

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing