Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Silfrinu á RÚV á sunnudaginn.
Ummæli hennar vöktu gríðarlega athygli en í þættisnum sagðist hún ekki gera ráð fyrir að geta keypt sér íbúð á næstunni en í umræðu á Twitter um málið eftir þáttinn kom fram að hún fengi 800 þúsund krónur útborgaðar eftir skatt.
Sjá einnig: Hvernig á manneskja með 800 þúsund krónur í laun eftir skatt að safna fyrir íbúð?
Ásta Guðrún segist í færslu á Facebook aldrei hafa ætlað að leggja sínar fjárhagslegu aðstæður að jöfnu við aðstæður annars ungs fólks á Íslandi.
„Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að aðstæður mínar eru ekki sambærilegar við aðstæður fólks almennt á Íslandi og ég skil vel hvernig þessi ummæli þóttu óviðeigandi og jafnvel særandi,“ skrifar Ásta Guðrún.