Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona og þingflokksformaður Pírata, sér ekki fram á að geta keypt sér íbúð á næstunni þrátt fyrir að fá 800 þúsund krónur á mánuði útborgaðar eftir skatt.
Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV í morgun.
Dagur Hjartarson, kennari og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter.
Ásta Pírati sér ekki fram á að eiga efni á íbúð. Með 1.5 milljónir á mánuði. 18 á ári. Hvað kosta klukkutíminn á Ground Zero? #silfrið
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 19, 2017
Ásta sagði að ef hún þyrfti að eiga fimm milljónir til að eiga fyrir útborgun í íbúð þá hafi hún ekki efni á því á næstunni.
Dagur var ekki sammála. „Ættir alveg að geta sparað fyrir útborgun á einu ári miðað við þetta. Sem er ekki alveg í takt við reynslu flestra ungra Íslendinga,“ sagði hann.
ættir að geta sparað fyrir útborgun á einu ári miðað við þetta. Sem er ekki alveg í takt við reynslu flestra ungra Íslendinga.
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 19, 2017
Ásta tók ekki undir þetta. „Með 200 þúsund í leigu, aðrar skuldir sem þarf að greiða niður og lifa,“ spurði hún Dag.
með 200 þúsund í leigu, aðrar skuldir sem þarf að greiða niður og að lifa?
— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) February 19, 2017
Dagur var hissa. „Ertu í alvöru að lepja dauðann úr skel með 800 þúsund útborgað,“ spurði hann Ástu.
Nei, hún er ekki að lepja dauðann úr skel. „Ég hef það fínt, en ég sé ekki fram á að geta keypt mér íbúð fyrir þrítugt,“ svaraði Ásta. Hún er fædd 5. febrúar 1990 og verður því þrítug eftir tæp þrjú ár.
nope. ég er ekki að segja það. Ég hef það fínt, en ég sé ekki fram á að geta keypt mér íbúð fyrir þrítugt.
— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) February 19, 2017
„Þú hefur 35 mánuði. Ef þú sparar tæplega 150 þúsund af þessum 800 þúsund á mánuði nærðu að kaupa fyrir þrítugt,“ ráðlagði Dagur Ástu.