Ástralir samþykktu í gær í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfa hjónabönd samkynhneiðra með lögum. Ástralir eru því einu skrefi nær því að gera samkynja hjónabönd lögleg eftir niðurstöður í póstkosningu þar sem 61,6% svarenda sögðust hlynntir breytingunni.
Niðurstaðan er þó ekki bindandi og því þarf ástralska þingið að festa hana í lög til að samkynja hjónabönd verði sannarlega leyfileg. Þúsundir Ástrala þustu út á götur allra stærstu borga landsins þegar niðurstaðan varð ljós og fögnuðu.
Á blaðamannafundi í höfuðborginni Canberra í gær sagði forsætisráðherrann Malcolm Turnbull að niðurstaðan væri ótvíræð. „Nú er okkar verkefni að klára þetta fyrir jól,“ sagði Turnbull.
The people of Australia have spoken and I intend to make their wish the law of the land by Christmas. This is an overwhelming call for marriage equality. pic.twitter.com/PWZbH5H71r
— Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) November 14, 2017