Auglýsing

Ástralir samþykkja hjónabönd samkynhneigðra

Ástralir samþykktu í gær í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfa hjónabönd samkynhneiðra með lögum. Ástralir eru því einu skrefi nær því að gera samkynja hjónabönd lögleg eftir niðurstöður í póstkosningu þar sem 61,6% svarenda sögðust hlynntir breytingunni.

Niðurstaðan er þó ekki bindandi og því þarf ástralska þingið að festa hana í lög til að samkynja hjónabönd verði sannarlega leyfileg. Þúsundir Ástrala þustu út á götur allra stærstu borga landsins þegar niðurstaðan varð ljós og fögnuðu.

Á blaðamannafundi í höfuðborginni Canberra í gær sagði forsætisráðherrann Malcolm Turnbull að niðurstaðan væri ótvíræð. „Nú er okkar verkefni að klára þetta fyrir jól,“ sagði Turnbull.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing