Auglýsing

Ástþóri Magnússyni vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri, safnaði undirskriftum í óleyfi

Forsetaframbjóðandanum Ástþóri Magnússyni var vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri á fimmtudaginn. Þetta kemur fram á vef Hringbrautar.

Ástþór var að safna undirskriftum í skólanum en samkvæmt frétt Hringbrautar var hafði hann ekki sótt um leyfi fyrir því. Sérstakt samþykki þarf frá skólayfirvöldum fyrir slíkum uppákomum og þarf það að liggja fyrir áður en heimsókn í skólann hefst.

Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, segir í samtali við Hringbraut að þetta sé í fytrsta skipti sem maður hafi gengið án leyfis inn í skólann og hafi undirskriftum fyrir sjálfan sig.

Við vorum í fullum rétti til að bregðast við. Skólameistarar bera ábyrgð á skólastarfi og hag nemenda. Það er líka margt sem bendir til að unga fólkið sem skrifaði undir framboðið hans hafi ekki vitað hvað það var að skrifa undir.

Sigríður segir í frétt Hringbrautar að skólinn sé vinnustaður nemenda og kennara. „Þú gengur ekki bara inn og heldur að þú ráðir sjálfur hvað fer fram þar inni.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing