Atli Fannar Bjarkason, fyrrum ritstjóri Nútímans, kom með ansi áhugaverða kenningu á Twitter aðgangi sínum í gær. Atli heldur því fram að knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason sé ekki til, hann sé einfaldlega karakter úr smiðju Íslandsstofu, hannaður til að laða til landsins ferðamenn frá Suður-Ameríku.
Atli heldur því þá einnig fram að Rúrik sé byggður á hinum kostulega Cosmo Kramer úr sjónvarpsþáttunum Seinfeld. Þegar sönnunargögn Atla eru skoðuð virðist þetta nokkuð augljóst.
Kenning: Rúrik Gíslason er ekki til. Hann er karakter úr smiðju Íslandsstofu, hannaður til að laða til landsins ferðamenn frá Suður-Ameríku, sem er óplægður akur fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Ekki nóg með það; hann er byggður á Kramer úr Seinfeld.
Sönnunargagn A: pic.twitter.com/x3IXapZGYY
— Atli Fannar (@atlifannar) July 11, 2019
Sönnunargagn C. Calvin Klein þarf að útskýra ýmislegt: pic.twitter.com/RZEl1AzQYA
— Atli Fannar (@atlifannar) July 11, 2019
Sönnunargagn E: Þetta er náttúrulega bara hlægilega augljóst. pic.twitter.com/QWbmCBUuuY
— Atli Fannar (@atlifannar) July 11, 2019