Atli Fannar Bjarkason var á sínum stað í Vikunni hjá Gísla Marteini á RÚV á föstudaginn og fór yfir fréttir vikunnar. Það var úr nógu að taka hjá Atla Fannari. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Atli Fannar benti á að þrátt fyrir að Eurovision væri lokið væri nóg af afþreyingarefni enn í boði fyrir Íslendinga. Til að mynda umræður Miðflokksins um þriðja orkupakkann á þingi.
Atli ræddi einnig svokallað brot Þórhildar Sunnu á siðareglum Alþingis, ákvörðu persónuverndar í Klaustursmálinu, og umfjöllun erlendra fjölmiðla um Hatara.