Auglýsing

Atli Fannar fór yfir fréttir vikunnar í Vikunni: Mannanafnanefnd, Björn Bragi, klónun og þungunarrof

Atli Fannar Bjarkason fór að venju yfir fréttir vikunnar í þættinum Vikan með Gísla Marteini á föstudagskvöld. Það var úr nógu að taka í vikunni en Atli Fannar fjallaði meðal annars um klónun Dorritar og Ólafs á hundinum Sám og ákvörðun mannanafnanefndar um að banna millinafnið Dór.

Atli talaði einnig um nýtt frumvarp um þungunarrof sem liggur fyrir á Alþingi. Í vikunni hefur verið harkalega tekist á um frumvarpið og margir hafa tjáð sig um málið.

„Við skiptum yfir í sjónvarpssal þar sem Snorri í Betel, Biggi Lögga, Jón Valur Jensson og Inga Sæland munu ræða málið í víðu samhengi. Já, en við höfum því miður ekki tíma fyrir það og fáum því frekar að heyra skoðanir sem að skipta máli,“ segir Atli.

Sjáðu innslagið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing