Auglýsing

Atli Fannar hjólar í Sigríði Andersen: „Gerði að sjálfsögðu ekkert rangt“

Atli Fannar Bjarkason fór að venju yfir fréttir vikunnar í þættinum Vikan með Gísla Marteini á föstudagskvöld. Atli fór sérstaklega yfir þær fréttir sem tengjast Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, en hún hefur verið mikið í sviðsljósinu í vikunni.

Sigríður komst í fréttirnar fyrir ummæli sín um launamun kynjanna á Kvennafrídaginn. Þá vill hún að hætta að nafngreina sakamenn. Ríkið var svo dæmt til þess að borga skaðabætur vegna þess að Sigríður braut lög við skipun dómara við hæstarétt.

Atli Fannar segir að það hljóti að vera gaman að vera Sigríður Andersen þar sem að í hennar huga geri hún ekkert rangt. Atli ræðir einnig Jón Steinar Gunnlaugsson, virka í athugasemdum og fleira í innslaginu sem má sjá hér að neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing