Meira en helmingur þjóðarinnar fylgist með Ófærð, samkvæmt áhorfsmælingum Gallup. Næsti þáttur er á dagskrá í kvöld og hér eru nokkur atriði sem nauðsynlegt er að muna eftir til að vera með allt á hreinu.
1. Konurnar frá Nígeríu fundust og það kom í ljós að illmennið á húsbílnum flutti þær til landsins
2. Kínverjar vildu kaupa upp land en þessi karl var tilbúinn að leggja stein í götu þeirra
3. Ingvar E. klúðraði sínum málum þegar illmennið í húsbílnum þurfti að komast á klósettið
4. Andskotinn, Ingvar!
5. Hjörtur var eitthvað að þvælast inni í frystihúsinu og virðist hafa tekið myndir af skrokknum sem fannst í sjónum. Myndirnar birtust á Twitter og allir sáu þær
6. En skrokkurinn hvarf! og Andri og Hinrika voru þvílíkt hissa á þessu
7. Skelfilegasta atriðið var þetta hérna: „Þú átt engan pabba – þú átt engan pabba“
Sumir tóku þetta meira nærri sér en aðrir. Eins og til dæmis pistlaljónið Hrafn Jónsson
ÞAÐ HEITIR LÍKA SLÖKKVUBÍLL SKRÍMSLIÐ ÞITT! #ófærð
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 3, 2016