Við þurfum öll að umgangast leiðinlegt fólk og leiðinlegt fólk getur verið misjafnt eins og það er margt. Fólkið sem fær það hlutverk að vera leiðinlegt á þó einn hlut sameiginlegan: Að segja leiðinlegar sögur.
Nútíminn tók saman lista yfir átta leiðinlega hluti sem leiðinlegt fólk segir. Hugsanlega er þessi listi svo leiðinlegur að hann ætti heima á listanum sjálfum en við tökum sénsinn.
1. Leiðinlegt fólk segir þér hvað það dreymdi í nótt
Þó svo að þér þyki ótrúlegt að hafa setið á fílsbaki með Barack Obama í nótt þá gerðist það í draumi og það er flestum slétt sama.
2. Leiðinlegt fólk segir þér hvaða æfingu það var að gera í ræktinni og hvernig gekk
Komdu þér bara beint að efninu og biddu viðkomandi um að hrósa þér …
3. Leiðinlegt fólk þylur upp hvað það hefur drukkið fyrr um kvöldið þegar það fær ser í glas
Við höfum öll lent á spjalli við þessa týpu, „Ég er búinn með kippu og ég finn ekki á mér.“
4. Leiðinlegt fólk toppar söguna sem þú varst að ljúka við
„Iss það er ekkert. Ég hljóp einu sinni maraþon og það var ekkert mál.“
5. Leiðinlegt fólk talar sífellt um hvað allt var frábært í gamla daga
Eldra fólk þarf að gera sér grein fyrir því að það er öllum sama þó það hafi ekki verið sjónvarp á fimmtudögum í gamla daga.
6. Leiðinlegt fólk móðgast fyrir hönd annarra
Þetta er týpan sem elskar að móðgast og láta aðra vita á samfélagsmiðlum að því …
7. Leiðinlegt fólk elskar að tala um veðrið
Þetta er fólkið sem er svo annt um veðrið að það er ekki lengur fyrirbæri heldur persóna. „Ég held hann ætli að rigna á eftir.“
8. Leiðinlegt fólk festist í lélegu gríni
Tökum dæmi: Þegar leiðinlegt fólk sér gula bíla, gefur það sér hnefahögg í öxlina og segir: „gulur bíll!“ Leiðinlegt fólk segir líka: „1-0 fyrir mér“ þegar það leysir vind.