Auglýsing

Átta nöfn sem ríkið leyfir þér að nefna barnið þitt og eitt nafn sem þú mátt ekki gefa barninu þínu

Mannanafnanefnd, nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins sem ákveður hvaða nöfn foreldrar mega gefa börnunum sínum, hefur samþykkt átta nöfn og hafnað einu.

Íslenskir foreldrar mega nú nefna börnin sín Marlon, Hector, Gabriela, Lalíla, Korri, Elizabet, Reynarð, Þrymir. Þeir mega hins vegar ekki gefa barni nafnið Thalía.

Sjá einnig: Mannanafnanefnd fær á baukinn í tveimur barnalögum

Hlutverk mannanafnanefdnar er að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil. Skráin er uppfærð eftir hvern fund mannanafnanefndar.

Nefndin á að vera prestum, forstöðumönnum skráðra trúfélaga, Þjóðskrá Íslands og forsjármönnum barna til ráðuneytis um nafngjafir og skera úr álita- og ágreiningsefnum um nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing