Auglýsing

Áttan ætlar ekki að spila í stað Egils: „Viljum ekki fylla í skarð fyrir einhvern sem á skilið að spila“

Áttan ætlar ekki að hlaupa í skarðið fyrir Egil Einarsson, eða DJ Muscleboy, á lokaballi skólans í næstu viku. Ákveðið var að afbóka Egil vegna þrýsting frá femínistafélagi skólans og nemendum sagt frá því að Áttan og 12:00 myndu koma fram í staðinn.

Sjá einnig: Nemendafélag Versló afbókar DJ Muscleboy vegna þrýstings frá nemendafélaginu

Tilkynnt var um þessa breytingu í Facebook-hópi nemendafélags skólans og greindi Vísir frá. Þar sagði Viktor Pétur Finnsson, formaður málfundafélags skólans, að þau hafi sýnt ákveðið dómgreindarleysi þegar tekin var ákvörðun um að fá DJ Muscleboy til að spila. Í framtíðinni munu þau sem stjórna skemmtanahaldi innan skólans ráðfæra sig við femínistafélag skólans.

„Við viljum ekki vera að fylla í skarð fyrir einhvern sem á skilið að spila þarna eins og aðrir. Við reynum að vera eins hlutlaus og við getum,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason, einn úr Áttunni, í samtali við Nútímann.

Hann segir að rætt hafi verið við Áttuna um að þau myndi koma fram á ballinu en ekki hafi verið búið að ganga frá samningum. Þar sem þetta hafi enn verið á umræðustigi og aldrei komist lengra en það hefði aldrei átt að segja frá þessu opinberlega.

„Nemendafélagið er að reyna að gera sitt besta og þetta ball mun verða negla,“ segir Nökkvi Fjalar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing