Auglýsing

ÁTVR tekur í notkun nýjar tóbaksdósir sem má innsigla

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur tekið í notkun nýja dósir undir íslenskt neftóbak. Nýju dósirnar eru þannig gerðar að þær megi innsigla. Frá þessu er greint á mbl.is.

Enn er verið að vinna í hönnun á lokum nýju dósanna en þar til þeirri vinnu lýkur verða gömlu lokin notuð áfram samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins.

Dósirnar sjálfar eru þó komnar í notkun. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að á þeim sé nýr kantur. Innsiglismálin hafi tekið aðeins lengri tíma en búist var við en unnið sé hratt að því að finna lausn. Nýju lokin verða svipuð og þau eldri.

Myndband sem tóbaksfíkillinn Ottó Gunnarsson birti á dögunum vakti mikla athygli en þar vakti hann athygli á því að á dósum fyrir íslenskt neftóbak væri ekkert innsigli. Hann sagði meðal annars að hann hefði lent í því að það væri búið að taka úr dósum sem hann keypti.

Ottó kvartaði einnig yfir því að engin innihaldslýsing væri á dósunum. Sigrún Ósk segir í samtali við Nútímann að á nýju dósunum séu ekki innihaldslýsingar. Á næstu dögum muni þó birtast innihaldslýsing á vefsíðu ÁTVR og að í framtíðinni muni innihaldslýsingin ef til vill birtast á dósinni einnig.

Í innihaldslýsingu segir að í tóbakinu séu tóbakslauf eða hrátóbak sem flutt er inn frá Svíþjóð, vatn, salt, ammoníak og pottaska. Pottaska er efnasamband kalíns og karbónats. Pottaska hefur lengi verið notuð til að búa til meðal annars gler og sápu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing