Auðunn Blöndal fór á kostum á sínum tíma sem Sighvatur í sjónvarpsþáttunum Ríkið. Auðunn spurði fylgjendur sína á Twitter á dögunum hvort að það mætti ekki koma sería 2 af þáttunum og viðbrögðin hafa verið frábær.
537 manns hafa sett like við færsluna og hefur lífleg umræða myndast við tíst Auðuns þar sem aðdáendur rifja upp skemmtileg atriði úr þáttunum.
Stórleikarinn Jóhannes Haukur er á meðal þeirra sem svara en hann lék einnig í þáttunum á sínum tíma. „Ég er búinn að bíða eftir þessu í 10 ár. Fyrsta atriði: Jónas er kominn til Suður Ameríku til að taka þátt í bambusræktun,“ skrifar Jóhannes.
Mætti ekki koma sería 2 af Ríkinu? Sería 1 skoraði reyndar illa í línulegri..
— Auðunn Blöndal (@Auddib) January 10, 2019
Það mætti og ætti
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 10, 2019
Fer í flokk með Fight club, Shawshank Redemption, Raging Bull og Citizen Kane með meistaraverkum sem fengu ekki appreciation fyrren seinna. Sorglegt.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) January 10, 2019
Skandall að hún sé ekki löngu mætt, rífa sig í gang
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) January 10, 2019
Bestu íslensku þættir sem hafa verið gerðir, það er svoleiðis
— Breki Barkarson (@brekibarka) January 10, 2019
Tveir rónar í sleik? Vanmetnasta sjónvarpsefni Íslandssögunnar
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@a_hekla) January 11, 2019