Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, svaraði skoti Bubba Morthens á Twitter í gær. Guðni hafði farið rangt með texta Bubba í ræðu í gær og Bubbi skaut glettilega á hann, eins og Vísir komst að orði í umfjöllun sinni í gærkvöldi.
Bestu þakkir, Bubbi! Verðum líka kenna krökkunum er í lagi gera mistök. Og eins gott ég reyndi ekki eftir minni að fara með Kál og hnífur 🙂
— Guðni Jóhannesson (@sagnaritari) October 2, 2017
Forsaga málsins er sú að Guðni vitnaði í lagið Rómeó og Júlía eftir Bubba í ræðu á kynningarfundi í Kelduskóla. Fundurinn var haldinn í tilefni af forvarnardeginum sem verður í skólum landsins á miðvikudag.
„Þegar kaldir vindar haustsins blása, naprir um næturnar, sérðu Júlíu ganga, bjóða sig hása, í von um líf í æðarnar,“ sagði Guðni þegar hann vitnaði í lag Bubba en átti að sjálfsögðu að segja göturnar en ekki næturnar.
Bubbi sagðist þá á Twitter ætla að syngja „næturnar“ í stað „göturnar“ og endaði tíst sitt á: „Virðing“. Guðni þakkaði Bubba kærlega fyrir leiðréttinguna og sagði Bubba að það verði að kenna krökkunum að það sé í lagi að gera mistök.
Hann endaði svo tíst sitt á smá aulahúmor: „Og eins gott að ég reyndi ekki eftir minni að fara með Kál og hnífur.“