Ólafur Örn Ólafsson snýr aftur í glænýju Kokkaflakki í Sjónvarpi Símans. Í þessari þáttaröð heimsækir Ólafur meðal annars Axel sem vinnur sem konditori í Kúveit og Dúbaí.
„Ástæðan fyrir því að við fórum til Dúbaí og Kúveit var að við fundum mann sem heitir Axel sem er konditori, sætabrauðsdrengur eins og ég kýs að kalla það á íslensku. Hann vinnur í Kúveit og Dúbaí,“ segir Ólafur Örn um viðmælanda sinn.
„Dúbaí er borg sem er frekar sérkennileg. Þar sem ferðamenn eru, er allt svona eins og leikmynd. Voða fínar byggingar og flottir restaurantar og fínir bílar og allt. Svo keyrir maður bara í hálftíma og er kominn þar sem þjónustufólk fyrir ríkafólkið býr og þar er geggjað. Það finnst mér miklu áhugaverðari staður að vera,“ bætir Ólafur Örn við.
Svo barst talið að Kúveit þar sem ríku olíufurstarinn eyða deginum sínum. Þar finnur Ólafur heiðarlegan arabískan mat.
„Það sem kom mér á óvart var hversu lítið mál það var að eiga þrjá áfengislausa daga í Kúveit. Það var ekkert stórmál,“ segir Ólafur að lokum.
Hér má sjá brot úr heimsókn Ólafs til Kúveit