Auglýsing

Aziz Ansari sendir frá sér yfirlýsingu eftir að hafa verið sakaður um kynferðisofbeldi á stefnumóti

Leikarinn og grínistinn Aziz Ansari hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að kona sakaði hann um kynferðisofbeldi á stefnumóti. Hann segist í yfirlýsingunni hafa talið að allt sem fór fram á stefnumótinu hafi verið með hennar samþykki.

Sjá einnig: Aziz Ansari sakaður um kynferðisofbeldi á stefnumóti

Aziz er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Parks and Recreation og fyrir þætti sína Master of None á Netflix en hann vann á dögunum Golden Globe-verðlaunin fyrir hlutverk sitt í þáttunum.

Umrædd kona hitti Aziz í partíi eftir Emmy-verðlaunin í Los Angeles í fyrra. Þau skiptust á símanúmerum og hittust á stefnumóti í Manhattan viku síðar. Í umfjöllun um málið á vefmiðlinum Vulture kemur fram að konan hafi sagt stefnumótið hafa byrjað eðlilega. Þau fóru út að borða og svo heim til hans en þar gerðist hann að hennar sögn ágengur.

Aziz segir í yfirlýsingu sinni að allt virtist hafa gert með hennar samþykki eftir að þau komu heim til hans. „Daginn eftir fékk ég skilaboð frá henni þar sem hún sagði að þrátt fyrir að „allt hafi virst vera í lagi“ þá leið henni óþægilega,“ segir hann.

Það er satt að allt virtist vera í lagi þannig að það kom mér á óvart og olli mér áhyggjum að heyra að það var ekki þannig í hennar huga.

Hann segist í yfirlýsingunni hafa tekið nærri sér það sem hún sagði en hann bað hana svo afsökunar. „Ég held áfram að styðja hreyfinguna sem er í gangi í menningu okkar. Hún er nauðsynleg og löngu tímabær,“ segir Aziz.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing