Auglýsing

Bæjarins bestu slapp naumlega þegar byggingarkrani hrundi: „Hefði getað endað með hörmungum“

Byggingakrani hrundi á hús sem verið er að byggja við Hafnarstræti 17-19 rétt fyrir hádegi í dag. Engin slys urðu á fólki en vitni segja að pylsuvagn Bæjarins bestu hafi rétt sloppið í látunum þegar kraninn hrundi.

„Sem betur fer datt hann ekki á vagninn sjálfann, þetta hefði getað endað með hörmungum,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins bestu, í samtali við Nútímann.

Uppfært kl. 12.10: Hér má sjá annað sjónarhorn.

Uppfært kl. 12.06: Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að verið sé að loka Tryggvagötu og Hafnarstræti.

Gerir hann ráð fyrir að göturnar verði lokaðar í allan dag. Hann segir að engin slys hafi orðið á fólki. Þó hefði getað farið illa þar sem kraninn hafnaði fyrir framan Bæjarins bestu þar sem oft er mikið af fólki.

Uppfært kl. 12.05: Þetta mátti ekki tæpara standa samkvæmt þessari mynd:

14445745_10208397006175425_1670759996_n

Fréttin verður uppfærð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing