Auglýsing

Segja fundartíma í bæjarstjórn Kópavogs færðan svo Theódóra nái þingfundi, funda nú kl. 7.30

Bæjarráð Kópavogs mun hér eftir hefja vikulega fundi sína kl. 7.30 á fimmtudagsmorgnum, ekki kl. 8.15. Þetta var ákveðið á fundi ráðsins síðasta fimmtudag eftir að beiðni um breytingu barst frá meirihluta ráðsins.

Minnihluti ráðsins er ósáttur við breytinguna og segir að hún hafi aðeins verið gerð svo formaður ráðsins, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, sem einnig er Alþingismaður komist á þingfundi sem hefjast kl. 9.30 þessa daga.

Í frétt Fréttablaðsins er haft eftir Theódóru að af og frá sé að fundartíminn hafi verið færður fyrir hana og að fundartíma bæjarráðs hafi áður verið breytt á kjörtímabilinu.

Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, situr í bæjarráði Kópavogsbæjar og tilheyrir minnihlutanum. Hann segir í samtali við Nútímann að breytingin komi sér afar illa fyrir einn bæjarfulltrúa minnihlutans sem er læknir. „Það er óeðlilegt að það sé verið að færa fundatíma til að koma til móts við einn bæjarfulltrúa á kostnað annars,“ segir Pétur.

Hann kannast ekki við að ráð og nefndir bæjarins fundi almennt á þessum tíma, þ.e. fyrir klukkan átta á morgnanna. Pétur segir að fundartímar séu ákveðnir á haustin og Theódóra hafi sjálf kosið með því í haust að hefja fundina kl. 8.15. Nefndir og ráð bæjarins funda utan vinnutíma, að bæjarráði frátöldu.

Þegar Nútíminn ætlaði að kynna sér fundargerðina, þar sem meðal annars er að finna bókun minnihlutans vegna breytingarinnar, kom í ljós að hún hafði verið tekin út af vef Kópavogsbæjar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing