Auglýsing

Bæjarstjóri Grindavíkur leigir út herbergi í bæjarstjórabústaðnum til ferðamanna

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, býr í leiguhúsnæði á vegum bæjarins sem hann leigir jafnframt út til ferðamanna í gegnum söluvefinn Airbnb. Þetta kemur fram á Stundinni.

Í samtali við Stundina segir Róbert að hann búi einn og honum hafi því fundist tilvalið að prófa að leigja út herbergi. „Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,“ segir hann.

Þetta er lítið mál og einfalt. Ég hef núna sótt um starfsleyfi til sýslumanns.

Róbert býr í 145 fermetra einbýlishúsi og gestir hans fá aðgang að eldhúsi, baðherbergi og stofu.

Hjálmar Hallgrímsson, forseti bæjarstjórnar, staðfesti í samtali við Stundina að hann hefði heyrt af þessu, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing