Auglýsing

Bæklunarlæknir fær mánuð til að leggja mat á líkamlegt ástand Thomasar

Bæklunarlæknirinn og lögfræðingurinn Ragnar Jónsson mun leggja mat á ástand Thomasar Möller Olsen sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar. Hann hefur fjórar vikur til að ljúka við matið.

Sjá einnig: Ætlar að reyna að sýna fram á að Thomas hafi verið líkamlega ófær um að bana Birnu

Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í dag og greinir Vísir frá. Líkt og áður hefur komið fram telur miðillinn sig hafa heimildir fyrir því að verjandi Thomasar ætli að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort hann hafi verið líkamlega fær um að bana Birnu.

Við fyrirtöku í málinu í síðustu viku kom fram að verjandi mannsins vildi leggja fram sjö spurningar vegna meðferð málsins fyrir dómstólum. Hann ætlar að spyrja bæklunarlækni tveggja spurninga og réttarmeinafræðing fimm spurninga. Ákveðið var að fresta fyrirtökunni til dagsins í dag til að finna sérfræðinga til að svara spurningunum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing