Auglýsing

Baltasar hafnaði Hollywood-myndunum The Mummy og Fast & the Furiuous til að gera Eiðinn

Baltasar Kormákur hafnaði að leikstýra Hollywood-myndunum The Mummy og Fast & the Furious til að koma heim og gera Eiðinn. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Baltasar leikur leikstýrir Eiðnum ásamt því að leika aðalhlutverkið. Myndin var frumsýnd í vikunni en í Fréttablaðinu segist hann vera meiri leikstjóri en leikari. „Ég fæ meira út úr því að upplagi en að leika. Það eru ekkert margir leikstjórar sem hafa sjálfir leikið aðalhlutverk í bíómyndum,“ segir hann.

Svo líður tíminn og mér fannst eins og ég hefði misst þá tengingu við sjálfan mig. Þetta snýst því ekki um að stækka en ég hef ennþá mikla þörf fyrir það að gera betur.

Hann segist hafa fengið tilboð um að gera stórar myndir í Hollywood áður en hann gerði Eiðinn. „Það var búið að bjóða mér að gera The Mummy og Fast & the Furious og ef ég hefði viljað stækka þá hefði ég bara farið þangað,“ segir hann.

„Í staðinn fór ég heim og gerði Eiðinn, til þess að reyna að ná betra sambandi við listina og gera betur. Ég keyri mig áfram á því að vilja gera betur.“

The Mummy er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári en Alex Kurtzman var fenginn til að leikstýra myndinni í stað Baltasars. Tom Cruise, Sofia Boutella og Russell Crowe fara með aðalhlutverkin í myndinni.

Fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að Baltasar hefði hafnað að gera sjöundu myndina í Fast & the Furious-seríunni en sú áttunda var tekin upp að hluta hér á landi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing