Baltasar Kormákur er augljóslega allt í öllu í kvikmyndinni Eiðurinn, sem verður frumsýnd hérlendis 9. september næstkomandi. Nafn Baltasars er sex sinnum á plakati myndarinnar sem fór í umferð á internetinu í gær.
Geri aðrir betur:
Beðið er eftir Eiðnum með mikilli eftirvæntingu en kvikmyndin verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, Toronto International Film Festical. Myndin verður sýnd í flokknum Special Presentations en hátíðin fer fram dagana 8. til 18. september.
Eiðurinn segir frá hjartaskurðlækninum Finni sem þykir skara fram úr í starfi sínu. Þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar.
Ásamt því að framleiða og leikstýra myndinni skrifar Baltasar handritið ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Þá fer hann með aðalhlutverkið ásamt Heru Hilmarsdóttur og Gísli Erni Garðarssyni.